sunnudagur, september 18, 2011

Hljóð

Var að koma af tónleikum í Hörpunni. Ekki amalegt að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar undir stjórn Dudamels í rauðri Eldborg. Unaðslegt, töfrandi og harla gott, takk fyrir.

Ég var annars nýlega greind með talsvert svæsna fóbíu telefonicus mobilis, þ.e. sjúklega hræðslu við að farsími hringi á tónleikum eða leiksýningu. Ekki nóg með það, fóbían beinist einnig að mínum eigin farsíma, jafnvel þótt hann sé læstur ofan í skúffu. Heima. Bara þessi tilhugsun, að vera völd að truflun á borð við frekjulega farsímahringingu á viðkvæmu augnabliki ... búnkedí búnkedí BÚNK.*

Öll yfirvofandi nókíastef jarðarbúa koma út á mér köldum svita.

*hjartslátturinn í mér

Engin ummæli: