Jæja, haustið er komið. Það er ekki alslæmt, en auðvitað hábölvað.
Haustið tengi ég alltaf námi og breytingum. Núna upplifi ég í fyrsta skipti (í 23 ár eða svo) að eiga ekkert barn í grunnskóla og það er undarleg tilfinning. Stóra stelpan mín er farin aftur út til Skotlands að læra efnafræði, miðbarnið var að hefja nám í verkfræði við HÍ og sá yngsti vatt sér í Tækniskólann til að læra um tölvur. Auk þess á partnerinn tvö börn, sérdeilis vel heppnuð eintök og eins og talnaglöggir hafa vafalaust reiknað út, eru börnin okkar samtals fimm. Það er ærið, jafnvel passlegt.
Hef annars lítið að segja þessa daga, maður er bara alltaf að vinna, tína ber og brjóta skóflur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli