fimmtudagur, september 22, 2011

Eigulegt

Mikið er hún Nigella með fagurlega dreifðan þunga, vildi óska að mín kíló röðuðu sér af slíkri smekkvísi um lendur líkamans. Yfirleitt finnst mér ekki sérlega gaman að horfa á fólk eldra en þriggja ára háma í sig mat, en hún borðar svo fallega hún Nigella. Kannski af því að það er verið að taka myndir af henni fyrir sjónvarpið.

Matarást á ég sameiginlega með Nigellu. Sem betur fer finnst mér ekki bara gaman að borða, heldur líka elda. Og ég get skoðað eldhúsdót tímunum saman, svona græjur sem ég vissi ekki að mig vantaði. Þá sjaldan ég á erindi til Stóra Bretlands sleppi ég ekki ferð í Lakeland. Dásamleg búð.

Annað brennandi áhugamál mitt er gamalt dót, ekki síst gamalt og gott eldhúsdót. Hef alltaf verið hrifin af gömlum munum og þar sem svo margt drasl er framleitt í heiminum í dag getur marg borgað sig að kaupa notað. Móðir jörð brosir líka hringinn þegar við kaupum notað dót, frekar en nýtt. Endurvinnsla er góð.

Við Þórdís gramsvinkona og sálarsystir höfum sett upp flóamarkað á netinu, fyrir áhugasama um fortíðargripi. Endilega skoðið síðuna. Þið sjáið ekki eftir því.


Engin ummæli: