Í vor keypti ég litla tómatplöntu. Í sumar umpottaði ég hana samviskusamlega og vökvaði á hverjum degi. Plantan launaði atlætið með því að vaxa og vaxa, hún varð einn og hálfur metri á hæð og breiddi út fagurgrænu blöðin sín (og vondu lyktina).
Uppskeru erfiðisins má sjá á myndinni. Dvergurinn er ekki enn farinn að roðna, enda kann hann ekki að skammast sín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli