Í vor keypti ég litla tómatplöntu. Í sumar umpottaði ég hana samviskusamlega og vökvaði á hverjum degi. Plantan launaði atlætið með því að vaxa og vaxa, hún varð einn og hálfur metri á hæð og breiddi út fagurgrænu blöðin sín (og vondu lyktina).
Uppskeru erfiðisins má sjá á myndinni. Dvergurinn er ekki enn farinn að roðna, enda kann hann ekki að skammast sín.
föstudagur, september 23, 2011
fimmtudagur, september 22, 2011
Eigulegt
Mikið er hún Nigella með fagurlega dreifðan þunga, vildi óska að mín kíló röðuðu sér af slíkri smekkvísi um lendur líkamans. Yfirleitt finnst mér ekki sérlega gaman að horfa á fólk eldra en þriggja ára háma í sig mat, en hún borðar svo fallega hún Nigella. Kannski af því að það er verið að taka myndir af henni fyrir sjónvarpið.
Matarást á ég sameiginlega með Nigellu. Sem betur fer finnst mér ekki bara gaman að borða, heldur líka elda. Og ég get skoðað eldhúsdót tímunum saman, svona græjur sem ég vissi ekki að mig vantaði. Þá sjaldan ég á erindi til Stóra Bretlands sleppi ég ekki ferð í Lakeland. Dásamleg búð.
Annað brennandi áhugamál mitt er gamalt dót, ekki síst gamalt og gott eldhúsdót. Hef alltaf verið hrifin af gömlum munum og þar sem svo margt drasl er framleitt í heiminum í dag getur marg borgað sig að kaupa notað. Móðir jörð brosir líka hringinn þegar við kaupum notað dót, frekar en nýtt. Endurvinnsla er góð.
Við Þórdís gramsvinkona og sálarsystir höfum sett upp flóamarkað á netinu, fyrir áhugasama um fortíðargripi. Endilega skoðið síðuna. Þið sjáið ekki eftir því.
sunnudagur, september 18, 2011
Hljóð
Var að koma af tónleikum í Hörpunni. Ekki amalegt að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar undir stjórn Dudamels í rauðri Eldborg. Unaðslegt, töfrandi og harla gott, takk fyrir.
Ég var annars nýlega greind með talsvert svæsna fóbíu telefonicus mobilis, þ.e. sjúklega hræðslu við að farsími hringi á tónleikum eða leiksýningu. Ekki nóg með það, fóbían beinist einnig að mínum eigin farsíma, jafnvel þótt hann sé læstur ofan í skúffu. Heima. Bara þessi tilhugsun, að vera völd að truflun á borð við frekjulega farsímahringingu á viðkvæmu augnabliki ... búnkedí búnkedí BÚNK.*
Öll yfirvofandi nókíastef jarðarbúa koma út á mér köldum svita.
*hjartslátturinn í mér
Ég var annars nýlega greind með talsvert svæsna fóbíu telefonicus mobilis, þ.e. sjúklega hræðslu við að farsími hringi á tónleikum eða leiksýningu. Ekki nóg með það, fóbían beinist einnig að mínum eigin farsíma, jafnvel þótt hann sé læstur ofan í skúffu. Heima. Bara þessi tilhugsun, að vera völd að truflun á borð við frekjulega farsímahringingu á viðkvæmu augnabliki ... búnkedí búnkedí BÚNK.*
Öll yfirvofandi nókíastef jarðarbúa koma út á mér köldum svita.
*hjartslátturinn í mér
miðvikudagur, september 14, 2011
Peningarnir eru í bankanum
Mér er illa við banka. Í mínum huga eru bankar óviðráðanleg hrokaæxli sem settu þjóðina á hausinn. Bankar græða enn á tá og fingri. Mínum fingri og minni tá, þótt milljónirnar sem þeir kroppa af mér þar sem ég hamast við að standa í skilum af glórulausu verðtryggðu okurláni, séu einungis dropi í stóra feita peningatankinn.
Ekkert fyrirtæki kemst með brisið þar sem bankinn hefur halann og klaufirnar þegar kemur að óvinsældum. Nema ef vera skyldi hinir bankarnir. Æ, megi þeir veltast um í aurnum eins og svín.
Ég held bara áfram að hlaupa í hamstrahjólinu.
Ekkert fyrirtæki kemst með brisið þar sem bankinn hefur halann og klaufirnar þegar kemur að óvinsældum. Nema ef vera skyldi hinir bankarnir. Æ, megi þeir veltast um í aurnum eins og svín.
Ég held bara áfram að hlaupa í hamstrahjólinu.
fimmtudagur, september 01, 2011
Fimm
Jæja, haustið er komið. Það er ekki alslæmt, en auðvitað hábölvað.
Haustið tengi ég alltaf námi og breytingum. Núna upplifi ég í fyrsta skipti (í 23 ár eða svo) að eiga ekkert barn í grunnskóla og það er undarleg tilfinning. Stóra stelpan mín er farin aftur út til Skotlands að læra efnafræði, miðbarnið var að hefja nám í verkfræði við HÍ og sá yngsti vatt sér í Tækniskólann til að læra um tölvur. Auk þess á partnerinn tvö börn, sérdeilis vel heppnuð eintök og eins og talnaglöggir hafa vafalaust reiknað út, eru börnin okkar samtals fimm. Það er ærið, jafnvel passlegt.
Hef annars lítið að segja þessa daga, maður er bara alltaf að vinna, tína ber og brjóta skóflur.
Haustið tengi ég alltaf námi og breytingum. Núna upplifi ég í fyrsta skipti (í 23 ár eða svo) að eiga ekkert barn í grunnskóla og það er undarleg tilfinning. Stóra stelpan mín er farin aftur út til Skotlands að læra efnafræði, miðbarnið var að hefja nám í verkfræði við HÍ og sá yngsti vatt sér í Tækniskólann til að læra um tölvur. Auk þess á partnerinn tvö börn, sérdeilis vel heppnuð eintök og eins og talnaglöggir hafa vafalaust reiknað út, eru börnin okkar samtals fimm. Það er ærið, jafnvel passlegt.
Hef annars lítið að segja þessa daga, maður er bara alltaf að vinna, tína ber og brjóta skóflur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)