Myndina tók ég á Uppgönguhrygg og af einhverjum ástæðum minnir hún mig á ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Það er svona (vona að rétt sé farið með og mér fyrirgefist að birta það hér):
Maður og maur
Að tvisvar sinnum tveir séu fjórir
er talið nokkuð vel sannað.
Að maurar séu litlir en menn stórir
er margsinnis vottað og kannað.
Þó sumir menn séu lengri en ljósastaur
er ljóst eins og þið getið alveg séð
hve auðveldlega maður verður maur
munurinn er bara þetta Ð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli