föstudagur, júlí 03, 2009

Þjóðmál, menning og lús

Á forsíðu blaðsins Grapevine gefur að líta afar upplýsandi mynd um æseifhelvítisandkotanshelvítið.Einu verð ég að fá að kvarta yfir. Ekki nóg með að ég sé beygð yfir ástandi þjóðar minnar, heldur er komin blaðlús í klettasalatið mitt úti á svölum. Blaðlús er útsendari kölska og eina vopn mitt gegn henni er grænsápa. Skíman að það dugi.

En þrátt fyrir lúsina vil ég efla menningarstig lands og lýðs. Bendi ykkur hér með á öndvegis fínt tímarit. Það heitir Tíu þúsund tregawött, ritstjóri er Hildur Lilliendahl.

Guð blessi Ísland.

Engin ummæli: