föstudagur, maí 13, 2011

Í hverju ertu?

Sambýlingur minn vinnur hjá stóru tæknifyrirtæki. Í dag var ýmislegt á döfinni hjá starfsfólkinu, t.d. námskeið, tiltekt og eitthvert strandþema eftir vinnu. Partnerinn var búinn að grafa upp stuttbuxur og bol sem engin orð fá lýst, en lita- og mynsturfyllerí kemur við skræpótta sögu og veldur hastarlegum skyntruflunum. Bolurinn er þar að auki níðþröngur og nær bara niður á miðja bumbu á kallinum, sem er afar klæðilegt. Þegar ég kvaddi hann í morgun var hann á leið til vinnu á hjóli, í sínum hefðbundna klæðnaði en með strandfatnað litblindra í bakpokanum.

Jæja. Í vinnunni varð mér hugsað til unnustans sem var grænn á MSN og lék forvitni á að vita hvort hann væri kominn í magabolinn ógurlega.

ping

í hverju ertu?

Sagði ég voða fyndin (var líka að hugsa um þetta drephlægilega atriði). Aldrei þessu vant fékk ég ekkert svar, en ojæja, vinnandi fólk og allt það.

Klukkutíma seinna kom sms í símann minn: Er á námskeiði. Verið að nota vélina mína við kennslu. "Í hverju ertu" kom upp á stórt tjald.

Að miðaldra fólk skuli þurfa að lenda í svona...

1 ummæli:

talaracine sagði...

Casinos in Atlantic City - Dr.MCD
Check out 충주 출장안마 Casinos in Atlantic City, NJ, including info 전주 출장안마 about casinos and 제주도 출장안마 their 하남 출장안마 location. Find details about their gaming floor, 계룡 출장샵 room types, games,