föstudagur, september 04, 2009

Út í aldraðan buskann

Get ekki mælt með heilsubótargöngu um Sundahöfn að kvöldlagi. Rölti þetta ein um daginn og varð lafhrædd, enda hverfið ógvuliga ljótt og skuggalegt. Brá smá þegar ég mætti varúlfi með þungbúinn gjaldeyrisafleiðumiðlara í bandi. Hann beraði tennurnar og urraði á mig.
Með hjartað í buxunum hljóp ég eina mílu þar til ég kom inn á lóð Hrafnistu og fann þar, í grösugri lautu, þarfa áminningu til reykingamanna.


Steinsnar frá Camelpakkanum lágu síðan þessir félagar og höfðu það notalegt.


Maður veltir fyrir sér hvert landið stefnir, sennilega verður það bara kjurt.

Engin ummæli: