fallegasta blómapott sem ég hef augum litið. Þennan gamla pott færði Ingibjörg vinnufélagi minn mér, en potturinn ku vera úr búi foreldra hennar. Á pottinum eru tveir svanir og gylltar krúsíndúllur í kring - svo ótrúlega rómantískt að maður kemst í upphafið ástand, svei mér þá. Vinnufélagar mínir hafa heldur betur komið sterkir inn, eins og það heitir á íþróttamáli, í því veseni og vandræðagangi sem yfir mig dynur þessa dagana. Ég hef fengið marga góða hluti í búið og haft aðgang að bæði eyrum sem hlusta og öxlum sem taka við saltri vætu. Góð ráð hef ég fengið í bunkum.
Vona að ég sé ekki of væmin (æ, mér er annars skítsama), en ég er hreinlega klökk yfir því að eiga svona góða vini og fjölskyldu. Þegar maður er í basli þá finnur maður sterkt fyrir því hverjir standa með manni. Takk elskurnar mínar:)
Ég er búin að ákveða að halda "sjálfstæðisfagnað" í nýju íbúðinni þegar allt er orðið fínt - þá býð ég öllum sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Ég hlakka óskaplega mikið til:)
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
Ótrúlega...
viðburðarík helgi. Allt að koma í framkvæmdum og ég var umkringd smiðum, vinum og ættingjum alla helgina. Hafði góða hjálp í mýmörgum verkefnum og yndislegar vinkonur mínar hlustuðu á mig röfla um málefni hjartans - það er mikið á þær lagt.
Mamma mín, sem var í liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir stuttu, hökti meira að segja á hækjunum upp allar þessar tröppur í heimsókn. Hún ber sig vel hún móðir mín, og er kona sem getur allt. Fyrsta fjallið sem hún gekk á var Esjan, en mamma var þá sextug og hafði einsett sér að ganga á Esjuna "í afmælisgjöf". Upp á topp komst hún, á helberri þrjóskunni. Hefur reyndar ekki gengið á fjall síðan. Gerir það væntanlega þegar hún verður sjötug...
Íbúðin mín er full af lífi - strákarnir eru hjá mér þessa viku. Ég held ég komi til með að ofdekra þá - ég er svo glöð að hafa þá. Verð að passa mig og læra á nýja lífið...
Mamma mín, sem var í liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir stuttu, hökti meira að segja á hækjunum upp allar þessar tröppur í heimsókn. Hún ber sig vel hún móðir mín, og er kona sem getur allt. Fyrsta fjallið sem hún gekk á var Esjan, en mamma var þá sextug og hafði einsett sér að ganga á Esjuna "í afmælisgjöf". Upp á topp komst hún, á helberri þrjóskunni. Hefur reyndar ekki gengið á fjall síðan. Gerir það væntanlega þegar hún verður sjötug...
Íbúðin mín er full af lífi - strákarnir eru hjá mér þessa viku. Ég held ég komi til með að ofdekra þá - ég er svo glöð að hafa þá. Verð að passa mig og læra á nýja lífið...
föstudagur, nóvember 25, 2005
Í dag...
líður mér ekki sem best. Veit þó að það kemur dagur eftir þennan dag. Veit að ég á eftir að rétta úr kútnum. Veit að ég á eftir að blómstra í mínu nýja lífi.
En ég er orðin þreytt á gegndarlausri vinnu, ferðum í Húsasmiðjuna, sparsli, því að berjast við eldgamalt dúkalím og tilfinningar sem ég ræð ekki við. Þreytt á að bresta í grát af minnsta tilefni.
En...ég hef líka svo margt að hlakka til. Lífið er fallegt.
Svo ein tilvitnun í mann sem vissi lengra nefi sínu:
To fear love is to fear life, and those who fear life are already three parts dead.
Bertrand Russell (1872-1970).
En ég er orðin þreytt á gegndarlausri vinnu, ferðum í Húsasmiðjuna, sparsli, því að berjast við eldgamalt dúkalím og tilfinningar sem ég ræð ekki við. Þreytt á að bresta í grát af minnsta tilefni.
En...ég hef líka svo margt að hlakka til. Lífið er fallegt.
Svo ein tilvitnun í mann sem vissi lengra nefi sínu:
To fear love is to fear life, and those who fear life are already three parts dead.
Bertrand Russell (1872-1970).
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Ég sakna...
barnanna minna alveg óskaplega. Sakna hávaðans, rifrildanna, nöldursins, hlátraskallanna; sakna þess að hlýða Hjalta yfir ljóð, sakna hröðu klarinettskalanna og píanóspils. Sakna langra símtala seint á kvöldin um skák milli Matta og Torfa liðsstjóra. Sakna braksins sem fylgir eilífu snakk- og poppáti strákanna minna með sjónvarpsglápinu. Sakna óhreinna sokka djúpt oní sófa og undir borði í mylsnu og ló. Sakna frásagna barnanna af afrekum dagsins. Sakna stóru knúsanna hans Hjalta míns. Sakna þess að reka strákana í bað. Sakna panik-kasta yfir týndum sundskýlum í argabítið.
Ég hlakka til að sjá krílin mín aftur og fá að ragast í þeim í heila viku.
Ég hlakka til að sjá krílin mín aftur og fá að ragast í þeim í heila viku.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Iðnaðarmenn..
í blíðu og stríðu. Smiðir og rafvirkjar. Sem spurðu mig ósköp pent um daginn: þekkir þú ekki einhvern málara? Ég var nebbla að sparsla og mála og lenti í smá slag við svona akrílkíttí-útkreisti-græju, sem var með attitjúdd. Það endaði með hvítu blóðbaði - klístur útumallt, sérstaklega á minni persónu (og minnst fór í kverkina þar sem það átti að lenda).
Svo tókst mér að sauma utan um tvo púða, en ekki áfallalaust. Ég og saumavélar dönsum ekki í takt. Voðalega virðist ég hafa lítið verksvit.
Hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum.
Svo tókst mér að sauma utan um tvo púða, en ekki áfallalaust. Ég og saumavélar dönsum ekki í takt. Voðalega virðist ég hafa lítið verksvit.
Hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum.
laugardagur, nóvember 19, 2005
Brjálæði...
að rífa dúk og teppi og mála og sparsla og henda 10 tonnum í Sorpu (sem sýnir vanþakklæti sitt með því að rukka mann, þegar maður kemur færandi hendi).
Ég á bestu bræður í heimi - og litli bróðir minn er ótrúlegur vinnuþjarkur. Hann reif dúkinn og teppið af eins og það væri smjörpappír. Og stóri bróðir var öflugur í Sorpuferðum.
Já, og nú er ég í mat hjá mínum fyrrverandi.
Það er svo gott fólk í kringum mig. Undravert er það nú.
Ég á bestu bræður í heimi - og litli bróðir minn er ótrúlegur vinnuþjarkur. Hann reif dúkinn og teppið af eins og það væri smjörpappír. Og stóri bróðir var öflugur í Sorpuferðum.
Já, og nú er ég í mat hjá mínum fyrrverandi.
Það er svo gott fólk í kringum mig. Undravert er það nú.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Í borðstofu minni...
og stofu kúrir línóleum dúkur undir hlýju og blettóttu gólfteppi. Hann er búinn að vera þarna mun lengur en ég, eða u.þ.b. hálfa öld, og er ekkert á því að yfirgefa svæðið. Þessu komst ég að í gærkvöldi, þegar ég reif og togaði og bisaði og másaði og blés. Hálfrar aldar gamalt dúkalím er líka soldið spes. Við Rúna vinkona, sem er best í heimi, helltum vatni yfir grásvart límið og þá losnaði það upp með umtalsverðri ólykt. Við mokuðum því svo í marga ruslapoka og restin fór upp í nefið á mér og er þar enn. Snýti svörtu örugglega í nokkra mánuði.
Ó, það er svo gaman að eiga íbúð. It´s mine, my own, my precious....
Auk þess legg ég til að ég vinni í happdrætti bráðum, ella mun ég enda í rólegri vist á Kvíabryggju - eða mega konur kannski ekki fara þangað í afplánun? Afplánun hljómar reyndar ekki sem verst, soldið eins og hvíld. Hvað er þá plánun?
Ó, það er svo gaman að eiga íbúð. It´s mine, my own, my precious....
Auk þess legg ég til að ég vinni í happdrætti bráðum, ella mun ég enda í rólegri vist á Kvíabryggju - eða mega konur kannski ekki fara þangað í afplánun? Afplánun hljómar reyndar ekki sem verst, soldið eins og hvíld. Hvað er þá plánun?
mánudagur, nóvember 14, 2005
Helgin.
Ætla að leyfa ykkur að njóta nokkurra atburða helgarinnar með mér:
- fékk magnþrungið stresskast yfir notuðu borði sem ég ætlaði að kaupa en missti af vegna þess að hraðbankinn neitaði að láta mig fá peninga
- það var keyrt aftan á mig á bílastæði (á meðan ég var í stresskastinu), bílstjórinn andaði "fyrirgefðu" á mig með brennivínslykt og stakk svo af
- ráðleggingasúpa um framkvæmdir á nýja heimilinu frá elskulegum vinum mínum fyllti hausinn á mér af steinull
- samsetning Ikea húsgagna er ERFIÐ
- fótbrotinn vinur minn setti upp reykskynjara fyrir mig
- þunnur bróðir minn skrúfaði nýja sturtu á sinn stað
- ég bar 10 tonn af smíðaefni og parketi og bætti 35 marblettum í safnið, líkami minn er litfagurt listaverk
- Rúna og Pétur hjálpuðu mér að bera parketið og þessir fyrrum sambýlingar mínir eru hetjur og hreystimenni
- kom í ljós að ég þarf að rífa aldargamlan dúk af gólfum og skafa gamalt lím áður en parketið verður lagt
- ég er búin að fá uppí kok af ferðum í Húsasmiðjuna
- dregngirnir mínir fluttu inn á laugardaginn og sváfu eins og englar
- ég á bestu vini í heimi
- fékk magnþrungið stresskast yfir notuðu borði sem ég ætlaði að kaupa en missti af vegna þess að hraðbankinn neitaði að láta mig fá peninga
- það var keyrt aftan á mig á bílastæði (á meðan ég var í stresskastinu), bílstjórinn andaði "fyrirgefðu" á mig með brennivínslykt og stakk svo af
- ráðleggingasúpa um framkvæmdir á nýja heimilinu frá elskulegum vinum mínum fyllti hausinn á mér af steinull
- samsetning Ikea húsgagna er ERFIÐ
- fótbrotinn vinur minn setti upp reykskynjara fyrir mig
- þunnur bróðir minn skrúfaði nýja sturtu á sinn stað
- ég bar 10 tonn af smíðaefni og parketi og bætti 35 marblettum í safnið, líkami minn er litfagurt listaverk
- Rúna og Pétur hjálpuðu mér að bera parketið og þessir fyrrum sambýlingar mínir eru hetjur og hreystimenni
- kom í ljós að ég þarf að rífa aldargamlan dúk af gólfum og skafa gamalt lím áður en parketið verður lagt
- ég er búin að fá uppí kok af ferðum í Húsasmiðjuna
- dregngirnir mínir fluttu inn á laugardaginn og sváfu eins og englar
- ég á bestu vini í heimi
föstudagur, nóvember 11, 2005
Ólykt úr vaski...
böggar mig í nýju íbúðinni. Hringdi í nokkra pípara og fékk þær upplýsingar að þeir hefðu of mikið að gera til að sinna svona ómerkilegu vandamáli. Einn hjálplegur ritari sagði mér að láta renna lengi í vaskinn og kaupa mér svo lyktareyðandi efni. Vera ekki að þessu væli. Hvað er ég líka að kvarta yfir smotteríi eins og holræsalykt?
Annars er allt að fara á fullt í framkvæmdum. Búin að kaupa parket, grindarefni, reknagla, þiljugrip, tréskrúfur o.fl. óskiljanlegar smíðavörur. Er gul, blá og marin eftir að burðast með dót inn í íbúðina. Held ég sé að breytast í kellingu sem spýtir í lófa, glottir við tönn og bölvar eins og sjóræningi. Og borar í vegg. Hei, annars, ég hef alltaf verið solleis.
En ég á samt ennþá eftir að læra á dvd spilarann.
Annars er allt að fara á fullt í framkvæmdum. Búin að kaupa parket, grindarefni, reknagla, þiljugrip, tréskrúfur o.fl. óskiljanlegar smíðavörur. Er gul, blá og marin eftir að burðast með dót inn í íbúðina. Held ég sé að breytast í kellingu sem spýtir í lófa, glottir við tönn og bölvar eins og sjóræningi. Og borar í vegg. Hei, annars, ég hef alltaf verið solleis.
En ég á samt ennþá eftir að læra á dvd spilarann.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Kæru lesendur,
nær og fjær. Ég er enn á lífi. Flutti inn á nýja heimilið á laugardaginn og þar er undursamlegt að vera. Búin að vera á kafi í að bera veraldlegar eigur mínar upp margar tröppur og held ég hafi grennst um nokkur kíló við öll þessi hlaup, en líka bætt á mig massa upphandleggsvöðvum. Svo er ég búin að kaupa mér alls kyns heimilistæki og húsgögn. Og bera þau. Upp tröppurnar. Hefði sennilega verið sniðugra að fá sér íbúð á fyrstu hæð...nei, auðvitað ekki. Íbúðin mín er best í heimi.
Mig vantar tölvu og nettengingu í nýju íbúðina. Er að vinna í því, en þetta þýðir auðvitað að bloggstundir mínar eru voða fáar um þessar mundir. Á einhver tölvu til að selja mér á spottprís?
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
Mig vantar tölvu og nettengingu í nýju íbúðina. Er að vinna í því, en þetta þýðir auðvitað að bloggstundir mínar eru voða fáar um þessar mundir. Á einhver tölvu til að selja mér á spottprís?
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Hrekkjusvín.
Hún dóttir mín er hreinræktað hrekkjusvín. Allt þetta tungumálaflakk á bloggernum - hann hefur talað japönsku, ítölsku, frönsku, spænsku, kóreösku o.fl. - ER HENNI AÐ KENNA! Hún er búin að vera að dunda sér við að breyta viðmóti bloggersins svo vikum skiptir og skemmta sér yfir því þegar við aldraðir foreldrar hennar kvörtum yfir þessum óstöðugleika (sem við héldum að færi eftir órannsakanlegum vegum í rafeindaheimi). Ég er mjög sár. Og svo er mér líka skemmt yfir því hvað hún getur verið mikið kvikindi. Blessuð stúlkan. Lík mömmu sinni? Nei, varla.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Ég dansa tangó...
og ræl og jafnvel kósínus-sínus dansinn í dag. Var að eignast íbúð á frábærum stað í bænum. Stórkostleg tilfinning og nú er ég alveg að verða mín eigin kona. Jibbí!!!! Búin að redda mér láni sem ég klára að borga 85 ára gömul og ég lofa ykkur því að daginn sem ég greiði síðustu afborgunina dansa ég villtan dans til minningar um stundina þegar ég eignaðist mína eigin íbúð (þótt það verði bara línudans).
Já, og bloggerinn minn talar kóreösku í dag.
Já, og bloggerinn minn talar kóreösku í dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)