laugardagur, mars 24, 2012

Rokbaul




Lögðum land undir fót og heimsóttum Akranes, sérstaklega til að skoða nytjamarkaðinn Búkollu. Þar var lítið að hafa í þetta skipti. Keyptum þá bara svaka fínt kaffi í Kaupfélaginu og dýrindis kruðerí í bakaríi sem ég man ekki hvað heitir. Síðan lá leiðin í Hvalfjörðinn, við ætluðum að ganga að Glym. Af því að veðurstofan hafði spáð svo góðu veðri.

"Góða veðrið" endurskilgreindi fyrir mér orðið rokrassgat og nú trúi ég sögunni sem Hjálmar sagði mér af gangnamanninum við Botnsá sem þurfti að skíta sama kúknum þrisvar sinnum.

Upp komumst við af því að við erum þrjósk. Og biluð. Þetta rok var bara kjánalegt.

Spurning hvort maður eigi að grýta eggjum í Veðurstofuna? Nei, djók.

Engin ummæli: