sunnudagur, október 09, 2011
Októberblómstur
Ræktun sumarsins gekk misvel. Rúkóla nenni ég ekki að rækta aftur, hef oft heyrt fólk segja að þetta vaxi eins og arfi en í sumar gerði ég þriðju (og síðustu) tilraun til rúkólaræktunar. Bæði sáði og keypti plöntur. Allt óx jafnilla, blómstraði bara og fékk svo lús. Fuss!
Það sem ég var einna ánægðust með var fræpakki keyptur í Tiger. Í honum var dularfull fræblanda og hefur eitthvað verið blómstrandi á svölunum hjá mér í allt sumar. Lit- og fjölskrúðug blanda allskonar blóma. Dásamlegt. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessum dönsku sumarblómum. Ég tók þær í dag, 9.október takk fyrir!
Auk þess minni ég á besta flóamarkað landsins, missið ekki af honum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)