
Núnú. Umrædd kunningjakona lenti á kurteislegu spjalli við útrásareiginkonuna um daginn, en sú var nýkomin úr langri siglingu um Karabíska hafið, kaffibrún og sælleg, klædd silfurlitum leðurjakka í stíl við éppann. Eitthvað barst talið að ástandi þjóðarbúsins og þá setti útrásarkvendið upp þjáningarsvip og dæsti þunglega, svo glamraði í gútsískartinu: "Æ, já. Vonandi lærum við eitthvað af þessu."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli