Hljóta að teljast tíðindi að mér var boðið í BNTM partí fyrsta daginn hér. Það var verið að undirbúa töku ("fashion shoot") fyrir þáttinn í næsta húsi við hótelið, ég var eitthvað að forvitnast og glaðhlakkalegur dyravörður bannaði mér að taka myndir en bauð mér þess í stað í partí sem haldið var um kvöldið.
London er hávaðasöm. Umferðin, mannmergðin, mengunin. Fjölbreytileiki mannlífsins yfirþyrmandi. Alveg klárt að ég er meira fyrir fjöll en stórborgir svona heilt yfir.
Já, og mamma mín er sjötug í dag. Hún er yndisleg kona og fyndin og skemmtileg og sjaldan skömmótt. Ég er að spá í að kenna henni tunglgöngusporið á eftir, svona í minningu Michaels Jackson.
Sjerpinn kveður að sinni. Veriði stillt elskurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli