Mikið dæmalaust er nú skemmtilegt að ferðast. Fór með hressum Skýrrurum í sólstöðugöngu á Skessuhornið, það var hrikalega gaman og erfitt líka. Ég ætla að vera góð stúlka og sleppa hástemmdum lýsingum á því hvernig það er að standa á fjallstindi í miðnætursól.

Margt ber til tíðinda á ferðalögum hérlendis. Má nefna að við rákumst á verðmiða einn ágætan í ónefndri vegasjoppu. Miðinn prýddi hanka sem á héngu sælgætispokar af erlendum uppruna, einhvers konar súrt hlaup. Hér er mynd af miðanum:

Guð blessi Ísland.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli