föstudagur, júní 05, 2009

Gildi heilbrigðrar hárvaxtarstefnu

Við þurfum ofurhetjur...
sem hugsa út fyrir boxið og greina mun á piparmyntu og heyrnartólum. Ofurhetjur með góð lungu, vænt þel og heilbrigðar tennur. Ofurhetjur sem bjarga góða fólkinu og henda vonda fólkinu í ruslið (endurvinnslu auðvitað, plánetan okkar er í voðalega mikilli hættu). Af hverju er alltaf leiðinleg Enya-óperu-hvalahljóðatónlist í dómsdagsþáttum? Er það virkilega svona sorglegt að heimurinn líði undir lok?

Spyr sú sem veit að hún ekki veit.

Engin ummæli: