fimmtudagur, júní 11, 2009

Ístruflanir

Rúna vinkona mín í sveitinni verður aldrei blönk, því hún á krónuvél sem býr til danskar krónur milli krukkan 10 og 16.

Hin stöðuga löngun mín í ís heldur áfram að valda heilabrotum. Hjálmar sagði mér sögu af mömmu sinni sem fylltist á tímabili ómótstæðilegri löngun í blómkál, borðaði það frá morgni til kvölds. Þá kom í ljós að hana vantaði járn. Ef mann langar í ís daginn út og inn, hvað vantar þá í kroppinn? Hjálmar sagði að mig vantaði "í" og "s".

Og þá heiti ég Elabet.

Engin ummæli: