Íþróttir eru mér óskiljanlegur heimur en ég veit að þær eru mjög æsandi. Fínt að fólk fái heilbrigða útrás fyrir spennu og óárán í kroppnum. Heyrði af þerapíu sem mundi henta mér betur, en hún felst í að þeyta leirtaui í vegg. Heyrði líka af þerapíu sem mér leist í meðallagi vel á, en þiggjendur þeirrar píu fá naflastreng um sig miðja (úr taui) og síðan er smáklippt af strengnum, eftir því sem sjúklingnum batnar. Þeir sem gagn hafa af þessu, eru helst þeir sem urðu fyrir því við fæðingu að naflastrengurinn var klipptur af ónærgætni, eða jafnvel var skilinn eftir of stuttur stubbur til að sál stubbhafans gæti blómstrað. Eðlilega er slíkt engum hollt og ekki einu sinni allt dítox heimsins getur lagað það sálarkrump sem af því hlýst að fruntalega sé skorið á naflastreng.
(Smellið á myndina ef þið viljið sjá textann. Ég mæli ekkert sérstaklega með því).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli