Fékk rabbarbara hjá henni Rúnu (finnst einhverjum það fyndið?) og honum Ara (já, er það fyndið líka?), en þau búa fyrir austan fjall og reka þar rausnarbú. Bjó til sultu og sauð niður rabbarbarafætur með eplum, engifer og kanil.
Sulta sulta sulta sulta sulta...og rabbarbarafótaeplasíróp.
Steinarnir (hægra megin við krukkuna) eru úr fjörunni á Djúpalónssandi, en mér var boðið í unaðs- og óvissuferð í gær á Snæfellsnesið. Veit ekki hvort ég á nokkuð að segja ykkur frá þeirri ferð...
Skotfærabirgðir af heimalöguðu vanillusírópi út í kaffið, gúmle gúmle það er gott.
Mæli með löngum helgum, mér finnst að það eigi að fjölga þeim. Í atvinnuleysi hlýtur að vera vit í að stytta vinnuvikuna.
Borðum sultu og verum sæt og góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli