þriðjudagur, júní 09, 2009

Af ólund og lundahruni

Það er fjallað um undirhöku Britney Spears í fjölmiðlum en enginn skrifar staf um undirhöku Gunnars Birgissonar, sem er þó sýnu stærra umfjöllunarefni að mínu mati.

Get ekki talað um #($$HFF!"/&""!!! Æseif málið, það veldur mér of mikilli geðshræringu og ég sveiflast í afstöðu minni til aðgerða. Skítamál. Íslendingar flýja land unnvörpum og ekki annað hægt en hafa áhyggjur af slíkri óheillaþróun. Hér á að skattpína okkur vesalingana til helvítis, skera niður velferðarkerfið og láta okkur borga skuldir óreiðumanna þar til okkur þrýtur örendið. Eða svo segja svartsýnispésar. Bjartsýnisbósar þegja þunnu hljóði.

Í ofanálag hef ég svo áhyggjur af lundanum, en mér skilst að þrátt fyrir hrun stofnsins ætli Vestmannaeyingar að "fara varlega" í að banna veiðar í ár. Hvað þýðir "að banna varlega"? Sé fyrir mér hjálmklædda menn banka (hljóðlega) uppá hjá þekktum lundaföngurum og hvísla "hei, þú mátt ekki veiða lunda". En geta Vestmannaeyingar kannski veitt kanínur í staðinn fyrir lunda? Það væru búdrýgindi, nóg til og vel hægt að éta þær, að mér skilst.*


*ef einhver viðkvæmur Vestmannaeyingur les þetta, þá bið ég hann að telja upp að tíu áður en hann sendir mér haturspóst
með afskornum lundakynfærum

Engin ummæli: