
En þótt yfirvöld keppist við að sannfæra mig um að verið sé að bjarga mér og heimilli mínu, ríkisstjórnin standi í aðgerð upp fyrir olnboga og það megi ekki trufla hana með röfli og þreytandi spurningum, er ég vondauf um árangur af þeim björgunarstörfum. Ef Ingibjörg Sólrún og Geir Hilmar klæddust appelsínugulum stökkum og væru soldið meira á svipinn eins og þau vissu eitthvað í sinn haus, bæru jafnvel gps tæki og pískrandi talstöðvar í beltinu, þá, já, kannski þá, fengi ég örlitla von í hjartað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli