Mótmæli enn einn laugardaginn og ekkert bólar á viðbrögðum stjórnvalda, valdhafar bifast ekki. Solla og Geiri slepptu m.a.s. blaðamannafundi í gær. Finn fyrir höfnun að þau skuli ekki einu sinni nenna að dingla framan í okkur snuði og hálfsannleika.


Takið eftir skiltum upphrópana og spurningarmerkja, afar töff - og táknræn.

Öllum mótmælum fylgja hversdagsleg verk.

Fórum í Kolaportið til að hlýja okkur og þar var margt fólk og mikið fjör. Ég keypti gagnslausa hluti: platta, bolla og blómavasa. Veit ekki hvað kemur yfir mig þegar ég gramsa í gömlu dóti, það er einhver kelling sem kaupir í gegnum mig.

Keyptum líka harðfisk, saltfisk og skötusel. Mig langaði í signa grásleppu en sleppti henni.

Í Kolaportinu er ævinlega margt eigulegra muna. Þessi hýra bangsastelpa dillaði sér og söng
All kinds of everything. Eða ég held það, hljómgæðin voru takmörkuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli