laugardagur, nóvember 29, 2008

Upphróparar og spyrjarar

Mótmæli enn einn laugardaginn og ekkert bólar á viðbrögðum stjórnvalda, valdhafar bifast ekki. Solla og Geiri slepptu m.a.s. blaðamannafundi í gær. Finn fyrir höfnun að þau skuli ekki einu sinni nenna að dingla framan í okkur snuði og hálfsannleika.

Takið eftir skiltum upphrópana og spurningarmerkja, afar töff - og táknræn.

Öllum mótmælum fylgja hversdagsleg verk.Fórum í Kolaportið til að hlýja okkur og þar var margt fólk og mikið fjör. Ég keypti gagnslausa hluti: platta, bolla og blómavasa. Veit ekki hvað kemur yfir mig þegar ég gramsa í gömlu dóti, það er einhver kelling sem kaupir í gegnum mig.
Keyptum líka harðfisk, saltfisk og skötusel. Mig langaði í signa grásleppu en sleppti henni.
Í Kolaportinu er ævinlega margt eigulegra muna. Þessi hýra bangsastelpa dillaði sér og söng All kinds of everything. Eða ég held það, hljómgæðin voru takmörkuð.

Engin ummæli: