Dularfullt, jafnvel yfirnáttúrlegt gat fannst við hakkaða holdgervingu auðvaldsins í brauði. Og það í Smáralind, sem ég hef kallað handarkrika míns gamla heimabæjar, en Smáralind gæti hugsanlega lækkað í tign, svona líkamspartalega séð.
Langar mig að liggja og vola
lundin þung og dauft mitt sinn.
Auðvaldið er eilíf hola
endaþarmur útrekinn.
Þessu sennilega ótengt. Horfði á forsetann í Kastljósi áðan og hugsaði: Ósköp erum við Íslendingar toppóheppin þjóð. Eigum við ekki einn einasta leiðtoga?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli