mánudagur, nóvember 10, 2008

Enginn er annars bjarni í leik

Æ! Mikið geta blessaðir stjórnmálamennirnir verið klaufskir með "send" hnappinn. Fer að hallast að því að það sem ekki má nefna hér (klípan þiðvitið) laði fram það versta í fólki, rétt eins og skilnaður gerir hjá sumum.

Ekki nóg með að fjármálavitleysingarnir og stjórnmálagúbbarnir hagi sér eins og krakkar, bendi hver á annan og væli, heldur haga þeir sér eins og hálfgerð óbermi*. Hver man eftir Sigga í Toy story? Eða nei, svona atlaga í skjóli nafnleysis er verri en hreinn kvalalosti. Sorrí Siggi.


*Segi þetta og skrifa með fullri virðingu fyrir fullkomnu virðingarleysi mínu gagnvart áldrottningunni VS og Framsóknarflokknum.

Engin ummæli: