Frábærir ræðumenn, Viðar Þorsteinsson, Kristín Helga og Andri Snær. Þungi í mótmælunum, og þótt mér leiðist svolítið foreldratuðs-tónninn í Herði (takið upp eftir ykkur draslið, ekki vera með læti), þá á hann heiður skilinn fyrir alla þá vinnu og orku sem hann leggur í að skipuleggja þessa fundi. Við verðum að
sýna samstöðu, það þýðir ekki lengur að sitja og röfla hver í sínu horni. Og hvað það væri nú ljúft ef tekið yrði mark á fólkinu í landinu, svona til tilbreytingar. "Lýðræði er vesen" - sagði Kristín Helga.
Mamma og Hjálmar - skríll að mínu skapi!
Unga fólkið og mótmælastörfin.
Geir er gagnslaus, stendur á þessu skilti.
Þetta sama skilti var síðan skilið eftir við dyr Stjórnarráðsins (mér fannst það öndvegis fín plassering), en þar fékk það ekki að standa lengi - ég var aðeins of sein að taka mynd, því dyrnar opnuðust og einhver kippti skiltinu inn. Rétt eins og þegar Bónusfáninn var dreginn að húni í síðustu mótmælum, hann fékk ekki að blakta lengi. Vissulega er ljómandi gott að slík árvekni og skilvirk vinnubrögð sjáist hjá stjórnvöldum, en betra væri að þau sæust víðar en í húsvarðadeildinni.
Allir að mæta næst - samstaða er það eina sem dugar, ef við viljum breytingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli