Verðtrygging húsnæðislána er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging er mannanna verk, rétt eins og sú holskefla klikkunar sem ríður yfir hnípna þjóð þessa dagana. Verðtrygging húsnæðislána er eignaupptaka sem fáir skilja, tengd fyrirbæri sem nefnist vísitala neysluverðs. Las þennan ágæta pistil um hvernig verðtrygging fúnkerar og stari nú spyrjandi út í loftið.
Vísitala neysluverðs er byggð upp af næstum tilviljanakenndum þáttum sem hent er saman í einn pott og svo er reiknað eftir formúlu sem einhver reikningshaus kokkaði upp í fyrndinni. Viss um að hann var bestur í bekknum í menntó, en kommon. Þetta er ruglkerfi.
Nú er kominn tími til að stokka upp allt sem við höfum hingað til látið mata okkur á sem sjálfsögðum hlut. Munum að við erum af MANNAVÖLDUM oní krukkunni með sýrðu gúrkunum. Spyrjum endalaust eins og rassálfar: Af hverju er þetta svona?
Breytum svo því sem er vont og ómanneskjulegt í þessu litla samfélagi. Við getum það vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli