Að öðru. Fór í fiskbúð, sársvöng eftir vinnu. Sé hvar opinn konfektkassi liggur eggjandi á afgreiðsluborðinu. Spyr fisksalann hvort ég megi fá einn mola, hann segir gjörðu svo vel. Hefði auðvitað frekar átt að spyrja af hverju fiskbúð væri að selja súkkulaði, en það hugkvæmdist mér ekki. Molarnir í kassanum voru á stærð við kindaskít. Ég greip einn, stakk upp í mig og uppgötvaði að hann var úr gegnheilu brúnmáluðu smjörlíki. Búðin var full af fólki, engin undankomuleið. Ég varð að kyngja þessu helvíti. Þegar ég labbaði heim með fiskinn sá ég mest eftir að hafa bætt á mig 7000 kalóríum í einum bita. Agalegt skúffelsi að fitna af vondu súkkulaði.
mánudagur, nóvember 03, 2008
Óreiða og vondi skyndimolinn
Að öðru. Fór í fiskbúð, sársvöng eftir vinnu. Sé hvar opinn konfektkassi liggur eggjandi á afgreiðsluborðinu. Spyr fisksalann hvort ég megi fá einn mola, hann segir gjörðu svo vel. Hefði auðvitað frekar átt að spyrja af hverju fiskbúð væri að selja súkkulaði, en það hugkvæmdist mér ekki. Molarnir í kassanum voru á stærð við kindaskít. Ég greip einn, stakk upp í mig og uppgötvaði að hann var úr gegnheilu brúnmáluðu smjörlíki. Búðin var full af fólki, engin undankomuleið. Ég varð að kyngja þessu helvíti. Þegar ég labbaði heim með fiskinn sá ég mest eftir að hafa bætt á mig 7000 kalóríum í einum bita. Agalegt skúffelsi að fitna af vondu súkkulaði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli