Jón Lárus og Hildigunnur gera grein fyrir mótmælum hinum minni. Lesa má nánar um það mál hér. Óþarfi að taka níðingshætti bresku stjórnarinnar og yfirgangi þegjandi. Svei Bretum!
Læt myndirnar af Austurvelli tala sínu máli. Þarna voru mörg þúsund manns og hiti í fólki. Ef til vill er þjóðin að vakna, hver veit..
Helkjarkaður ungur maður dró Bónusfána að hún uppi á þaki Alþingis. Sá guli sómdi sér óþægilega vel þarna.
Mikið vona ég að við sem þjóð förum að læra að eina leiðin út úr ógöngunum er að standa saman og láta okkur varða hvernig landinu er stjórnað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli