Ég vil geta keypt geitaost (án þess að þurfa að veðsetja ömmu). Og mér finnst að það eigi að vera hægt að kaupa geitamjólk á Íslandi, miðað við sögur af hollustu hennar.
Væri ekki leiðinlegt ef íslenski geitastofninn dæi út?
Annars er ég svolítið hlaðstiklandi þegar kemur að landbúnaði, mér þykja niðurgreiðslur ærnar í þeim geira, en er samt svo skelfilega íhaldssöm að mér finnst að við eigum að halda í íslenska hundinn, hænuna, geitina, kúna, hestinn og jafnvel íslenska bóndann.
Við Pétur og börnin bjuggum til laufabrauð í dag, auðvitað alveg frá grunni. Fengum 37 kökur (plús slatta af skönkum) úr 700 g af hveiti, sem telst þokkalegt bara. Kaupum aldrei tilbúið deig eða kökur, laufabrauð skal gert af natni, gleði og þolinmæði. Maður maular ekki búðarbrauð á jólunum (ok, þetta var doldið drýgindaleg staðhæfing).
Lifið heil og blómstrið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli