miðvikudagur, desember 05, 2007

Hinir góðu, slæmu, ljótu og vængjuðu

Á æskuheimili mínu hékk þessi mynd uppi á vegg í þröngum svefnherbergisgangi. Mér stóð alltaf stuggur af myndinni, forðaðist að líta á hana þegar ég gekk framhjá. Sá ýmist vonda indjánakellingu eða vanskapaða uglu. Þegar ég fór að búa bað ég sérstaklega um að fá að eiga hana og hún fylgir mér enn. Ég er ennþá skíthrædd við kellingarugluna (eða karlugluna, ómögulegt að segja) en sæki í ógnina. Eins og þegar ég var barn.
Svo á ég líka þessa. Frá henni ömmu minni.

Skyldu englar vera kyngreindir? Þessi er brjóstalaus í bleikum galla. Held að englar lifi öngvu kynlífi, enda óþarfa baggi að burðast með kyn þegar maður situr á skýi og spilar á hörpu.

Engin ummæli: