- Mig dreymir iðulega um þessar mundir að ég hágráti og stundum lem ég fólk.
- Dóttir mín blés Brahms í klarinettið eins og básúnuengill á tónleikum í gærkvöld. Tónleikarnir voru í Sigurjónssafni og utan dagskrár spiluðu haglél og vindur ómstríða fúgu. Hélt að húsið mundi fjúka á haf út og hefði það verið mikill skaði (svona rétt fyrir jólin).
- Drakk Tuborg jólabjór í fínu boði í gær og varð pöddufull.
- Ég vaknaði kl. 5 í morgun með hrikalega tannpínu. Blessaður sé sá sem fann upp verkjalyfin.
- Smakkaði piparkökur með chili, ferskum engifer og súkkkulaði og þær eru...unaðslegar. Hugi er ekki bara rauðhærður nörd, hann er líka da Vinci deigsins.
- Skil ekkert í ykkur að hanga á netinu. Farið að jólast!
laugardagur, desember 15, 2007
Nokkrar misathyglisverðar staðreyndir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli