mánudagur, desember 03, 2007

Tíminn í flösku

Sú var tíð að ég hlustaði töluvert á nefstóran söngvara sem hét Jim Croce.

Sú var tíð að ég horfði á Prúðuleikarana og hló dátt. Fann iðulega fyrir andlegum skyldleika við Kermit (það er ekki auðvelt að vera grænn), þótt einn og einn úr vinahópnum benti nú á að brussa eins og ég líktist meira Miss Piggy en froskinum dagfarsprúða.

Viljum við geyma tímann í flösku? Þurfum við meiri tíma? Í desember tala allir um tímaskort, en aðventan er um það bil jafnlöng nú og hún hefur alltaf verið. Breytum því tæplega.

Engin ummæli: