miðvikudagur, desember 26, 2007

Tíminn er dýr-mætur

Lofaði Parísardömunni snjóengli. Engilgerðin var óleiðinlegt verk.

Jólin eru best. Sérstaklega jólagjafirnar. Ég fékk m.a. bækur, blogghanska, eldhúsamboð, te, tvö flott úr, Ninu Simone dvd disk (afar eigulegan), viskustykki, jólatré úr kóktöppum, hnotubrjót, karöflu, myndavélartösku, Múgíbúgí og þénuga eldhúsklukku sem er með mynd af dýrum í stað tölustafa. Í klukkunni heyrist viðeigandi dýrahljóð á heila tímanum. Klukkan tólf er svín, klukkan sex er hani, klukkan þrjú er belja, klukkan tvö er kalkúnn. Þannig getur klukkuna vantað þrjár mínútur í hest, eða verið 22 mínútur gengin í kött. Tíminn er hvort sem er kjánaleg uppfinning og ekkert síðra að henda reiður á honum í skepnum.

Mér finnst mjög gott að vera til. Megi jólasæla umvefja ykkur í tíma og rúmi.
Engin ummæli: