Hér má lesa athyglisverðan vinkil á máli Paul Ramses.
Og mér finnst þessi yfirlýsing aumlegt yfirklór.
"Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli.
Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. "
Af hverju mótmælti Paul ekki framsendingu beiðnarinnar innan þriggja daga? Hafði hann lögfræðing? Var honum kunnugt um þennan frest og framgangsmáta á þessum tíma? Afleiðingarnar? Það er ég ekki viss um.
"Hinn 26.03.2008 barst ÚTL greinargerð Katrínar Theódórsdóttur hdl., um að umsókn Pauls um hæli yrði tekin til meðferðar á Íslandi. Frestur til þess að skila inn greinargerð var liðinn en afstaða var tekin til hennar í ákvörðun.
Ákvörðun ÚTL um framsendingu hælisbeiðni og Pauls lá fyrir 01.04.2008."
Það er eitthvað saman við þetta. Maðurinn sækir um pólitískt hæli hér á landi, hann hefur tengsl við Ísland, vill vera hér, af hverju dratthalast yfirvöld ekki til að taka beiðni hans fyrir með eðlilegum hætti? Hann hefur ekki framið afbrot hér á landi (alla vega ekkert komið fram um það), en samt er komið verr fram við hann en glæpamann, því mál hans sem hælisleitandi hlýtur ekki meðferð, heldur er því vísað til annars lands.
Ég ætla að mæta aftur á morgun við skuggaráðuneytið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli