
Að liggja í leti er góð skemmtun. Hefði betur haldið mig við það í fríinu.

En nei, íþróttabölið náði á mér föstum tökum og ég fór í badminton. Ó, að ég væri meiri Bree en Susan. Stökk fimlega upp til að ná sendingu, rann til og lamdi sjálfa mig í augað með spaðanum. Fast. Skal leyfa ykkur að fylgjast með litasinfóníu glóðaraugans, ef ég skynja einhverja stemningu fyrir því.
Annars er það helst í fréttum að það er margt feitt fólk á Selfossi, unglingar eru skemmtilegir, íslensk jarðarber góð, börn dásamleg, heitir pottar notalegir og Mangó (gári) fínn ferðafélagi.
*tillaga að þjálla nafni á glóðarauga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli