Mig langar að taka mynd. Vildi að ég hefði tekið mynd af Mýrdalssandi um daginn, lúpínubreiðunum og haglélinu sem var á stærð við tyggjókúlur. Snjóhvítar tyggjókúlur. Svart, hvítt, blátt, grænt í glampandi sólskini, jökull á aðra höndina og hafið á hina.
Kúnstpása.
Er ekki eitthvað bogið við fyrirsögnina "Dýr bæjarstjóri í Grindavík"?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli