Grænn bleðill kom með póstinum í dag, merktur okkur Hjalta. Þetta reyndist auglýsing um "skólaleik", þar sem við mæðginin gætum hugsanlega unnið "ritfangagjafabréf" upp á heilar þrjú þúsund krónur. Það eina sem við þyrftum að gera væri að stofna bankareikning í SPRON og síðan spila einhvern leik á netinu og þá, og aðeins þá, ættum við möguleika á að lenda í potti þar sem dregnir verða út nokkrir heppnir þrjúþúsundkrónaritfangagjafabréfsþegar. Rausnin.
Hjalta fannst þetta ekki freistandi tilboð. Það fannst mér ekki heldur, og er ég þó sú sem greiði fyrir blýanta, yddara og stílabækur þessa heimilis.
Mér er illa við bankana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli