mánudagur, júlí 14, 2008

Skötufóturinn

Kom mér á óvart hvað Kung fu panda er skemmtileg mynd, hló mig skakka. Lítið er ungs manns gaman og barnið þegir meðan það nagar skötufótinn.

Í bíó urðum við vitni að skelfilegum sóðaskap, varla kjaftur sem henti popppokum, pappamálum og öðru rusli í þar til gerðar fötur (sem heita ruslafötur). Ésúsminnogallirheilagir hvað landinn er óuppalinn. Er einhver með netfangið hjá Mary Poppins, svo ég geti sent henni skjátu? Ætla að biðja hana að ala upp kúkalabbana á þessu guðsvolaða skeri.

Á eftir að vinna einn dag og svo fer ég í sumarfrí. Mikið hlakka ég til að þurfa ekki að vakna kl. 6:45 og fálma eftir snústakkanum.

Auk þess leiðast mér geðvonskubeljur, níðingar, heimskra manna ráð, sóðar og fólk sem einblínir á flísina og tekur ekki nótis af bjálkanum. Og hér er eitt ókeypis ráð, mér er lífsleikni ykkar hugleikin: Treystu þeim sem treysta þér.

Engin ummæli: