sunnudagur, júlí 06, 2008

Meme

Með brosi spilaði baunin lífsins vist.

Þegar ég var lítil var ég sérlega brosmild stelpunóra. Segir mamma. Þó að ég sé vaxin upp úr því að vera barn (að nokkru leyti), verð ég víst seint talin til fýlupoka og beiskja mín hefur síst aukist eftir að gallblaðran var fjarlægð. Mikið er gott að vera laus við gallblöðruræfilinn og mikið er blogg sjálfhverft. En það verður gaman að lesa þetta raus í ellinni, svona þegar ég ranka við mér úr eiturlyfjavímunni (ég og tvær vinkonur mínar ætlum nefnilega að prófa alls konar dóp á elliheimilinu, stefnum að því að verða vandræðagamlingjar).

Hún er annars dálítið merkileg þessi meme æfing, ég er búin að finna upp á margvíslegum "eftirmælum". Í leiðinni varð mér ljóst að mér finnst lífið vera rétt að byrja. Núna er ég lifandi. Núna er ég hamingjusöm. Núna er ég til.

Engin ummæli: