laugardagur, janúar 06, 2007

Verði snjókallDrengirnir mínir sköpuðu í dag snjókall til þess eins að tortíma honum. Mér fannst það hálf sorglegt en hugsaði svo með sjálfri mér, ojæja, einhver skapaði okkur nú með þá einu vöggugjöf vísa að við munum deyja. Það er ekki ljótara en það.

(biðst afsökunar á hreyfðum myndum, ég er bara svona lélegur myndasmiður, þetta kemur allt...)

Svo verðið þið að skoða þessa skondnu færslu hjá dóttur minni listaspírunni sem var að vinna gigg fyrir Götuleikhúsið í dag.

Engin ummæli: