mánudagur, janúar 29, 2007

Hor-íbúl

Hélt ég slyppi, en nei. Er komin með svæsna hálsbólgu- og hitapest með yfirnáttúrulegri framleiðslu á slímjukki sem þrýstir á alla punkta innan kúpu minnar og gusast út þar sem göt eru fyrir. Vona bara að kúpan standist pressuna svo ekki myndist ný op.

Jú, það væri kannski ágætt að fá þriðju nösina, smekklega plasseraða fyrir miðju enni.

Engin ummæli: