fimmtudagur, janúar 18, 2007

Efinn og þvottekta vinir

"Það að velja efann sem lífsskoðun er náskylt því að velja hreyfingarleysi sem samgöngutæki." (bls.39)

Þessi málsgrein er úr bókinni Sagan af Pí eftir Yann Martel (Bjartur, 2005). Stórskemmtileg bók um trúarbrögð og dýragarða og mann sem er skírður eftir sundlaug. Mæli með henni.

Mikið assgoti er notalegt að liggja í rúminu með góða bók og Svein Pálsson hvítabjörn sér við hlið. Svo hef ég komist að því að ullarsokkar gera næstum sama gagn og karlmaður í rúminu. Og já, þessir vinir mínir, Sveinn og sokkarnir, eiga það sameiginlegt að þá má þvo í þvottavél.

Engin ummæli: