fimmtudagur, janúar 25, 2007

Pólskí vinnskí

Æ, æ, tap gegn Pólverjum. Gaman samt að sjá hvað pólskí voru glaðir en þjálfarinn okkar reiður. Alvöru tilfinningar, sveittir vöðvastæltir karlmenn að berjast, faðmast, fagna, gráta, hlæja.

Ég hef lífræna óbeit á boltaíþróttum en varð samt fyrir áhugaverðri reynslu í leikfimi um daginn. Skoraði mark, reyndar með stórum Nivea bolta í upphitun, en samt...tilfinningin að sjá boltann í marki, framhjá vörninni. Fyrsta sinn á ævinni sem ég skora mark. Djúp hamingja. Enda var ég hás af ópum og öskrum eftir spriklið. Öflug raddbandaleikfimi, bankandi hjarta og yndisleg mæði.

Livet er ikke det værste man har...

Engin ummæli: