mánudagur, janúar 08, 2007

Heilaslettur og skítakuldi

Blogg er skrítið. Svo margt sem maður má ekki segja. Dálítið eins og að vera í fermingarveislu og svara spurningum fjarskyldra ættingja um hvað sé að frétta, "bara, allt gott". Hvernig hefurðu það? "Bara fínt." Ekki erfitt að gera sér upp kæti í rafheimum og fermingarveislum.

Get þó sagt ykkur að ég hef ákveðið nýjan kúrs í lífinu - og ekki vonum fyrr. Því þegar maður lemur hausnum við steininn trekk í trekk þá munar um heilasletturnar sem voru áður í vinnu í höfðinu á manni. En nú er ég sumsé búin að skafa greyin upp og sjúga upp í nefið og vona að allt rati á sinn rétta stað. Jú, þetta er hægt. Víst!

Mér leiðist janúar.

Engin ummæli: