sunnudagur, janúar 14, 2007

Dömuboð

Í gærkvöld komu til mín fimm fræknar fráskildar og fyndnar dömur. Í dömuboð. Við gerðum ekkert sem dömur gera ekki og allt sem dömur gera þegar vel liggur á þeim.

Þar sem ég sat, umkringd þessum stórglæsilegu og skemmtilegu konum, hefði mér getað flogið í hug, "nú væri ekki ónýtt að vera kall eða lesbía". En mér flaug það ekkert í hug. Minnir mig.

Sé á myndunum að ég skemmti mér mjög vel.

Engin ummæli: