miðvikudagur, janúar 17, 2007

Teljari sem telur ekki og selspiksógeð

Bévítans teljarinn minn er farinn í verkfall og halló´skan komin með rugluna. Hvaða meinbugir eru þetta eiginlega í kerfinu?

Mikið er saltfiskur góður, sérstaklega steiktur með lauk, ananas, hvítlauk og balsamediki. Og banananammi frá Freyju. Namm. Pabbi minn er kominn með æði fyrir söltuðu selspiki, en þar dönsum við feðginin ekki í takt. Selspik er ógeð. Borða ekki glær-gul-brúnan mat með þráabragði. Held að mamma ætli í mál við fiskbúðina sem sér pabba fyrir þessum hroða.

Engin ummæli: