föstudagur, febrúar 23, 2007

Tónlist er skipulagður hávaði

Í gamla daga óskaði ég þess alloft að kunna á partívænt hljóðfæri (lesist "gítar"), í stað þess að hafa verið send í píanónám. Vinkona mín spilaði á selló og ekki var það mikið meðfærilegra en slagharpan. Nú seint og um síðir hef ég náð þeim þroska að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið látin læra á þetta hljóðfæri.

Í dag er "starfsdagur" (til aðgreiningar frá öðrum dögum í vinnunni) sem þýðir að ég er að þrífa og organísera á skrifstofunni minni. Ekki vanþörf á að taka á uppsöfnuðum vanda sem stafar af annríki og þeirri staðreynd að ég hef skipulagsgáfu á við lárperu.

Engin ummæli: