sunnudagur, febrúar 11, 2007

Bollur og syfjaðar tölvur

Búin að baka Hvannadalshnjúk af vatnsdeigsbollum, búa til Royal búðing, þeyta Vatnajökul af rjóma, laga uppistöðulón af sírópi og er tilbúin með sultuna og flórsykurinn. Bollur eru góðar.

Er tölvan hæg í vinnslu? Vil benda fólki á að fara í tools, velja internet options og delete temporary files. Búin að eyða sprilljón temporary files út úr kerfinu og tölvan er gjörbreytt, nú er hún vakur gæðingur í stað þvera múlasnans sem hún var áður.

Legg ekki meira á ykkur í bili.

Engin ummæli: