sunnudagur, febrúar 18, 2007

Betu(r) gefnir skór

Í afmælisgjöf fékk ég Meindl gönguskó með minni. Dýrka þá. Inni í þeim er lag af efni sem lagar sig að fætinum og man hvernig hann er í laginu. Fyrst hélt ég að skórnir myndu hvert þeir hafa farið, eða jafnvel hvert ég stefndi. Það hefði getað komið sér vel að ganga í einhverju gáfaðra en maður er sjálfur. Hvað sem því líður eru þessir skór vel gefnir.

Getur einhver sagt mér af hverju ryksugan mín er alltaf stífluð?

Engin ummæli: