miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Skáldað líf

Ég er uppnumin. Var að koma úr bíó. Ef Sigga mælir aftur með mynd, þá hleyp ég hiklaust í næsta kvikmyndahús og kaupi miða. Stranger than fiction er snilld. Ekkert minna. Sjáið þessa mynd, hún er sýnd í Háskólabíó kl. 17:50 - ekkert hlé.

Við Ásta fórum saman og hlógum í takt. Greinilegt að hún erfði skakka aulahúmorinn minn. Gott að eiga eitthvað í börnunum sínum, fyrir utan nærsýni og útskeif hné.

Engin ummæli: